Fara í efni
Fréttir

Grand opening. See you at Smáralind. August 26

Kristín M. Jóhannsdóttir, sem kennir bæði íslensku og ensku við Háskólann á Akureyri, skrifar um daður Íslendinga við ensku, hina „söluvænlegu ensku“, í áhugaverðri grein á Akureyri.net.

Hún nefnir ýmis dæmi, m.a. auglýsingu Nóa Síríus um Bíó kropp – Butter & salt, sem Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, gagnrýndi og fyrirtækið baðst afsökunar á. Hún bendir á að í yfirlýsingu fyrirtæksins sagði að hugmyndin hafi verið að „tengja vöruna við þá stemmningu (sic) sem hún á að skapa, sem er bíó, popp og auðvitað bragðið á vörunni.“ Sem sagt, skrifar Kristín, „ef maður vill huggulega stemningu þá notar maður ensku. Því miður er þetta hvorki einsdæmi né alveg nýtt að enskan sé talin söluvænni en íslenskan.“

Smellið hér til að lesa grein Kristínar.