Fara í efni
Fréttir

Glæsileg verslun Krónunnar opnuð

Langþráð stund! Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri Krónunnar og kærastan hans, Ingunn Embla Kjartan…
Langþráð stund! Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri Krónunnar og kærastan hans, Ingunn Embla Kjartansdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjöldi fólks lagði leið sína í verslun Krónunnar við Tryggvabraut þegar hún var opnuð í morgun. Þar var gleðin við völd og hún var langþráð; Krónumenn veltu því fyrst fyrir sér fyrir mörgum árum að opna verslun á Akureyri en það tafðist af ýmsum ástæðum.

Verslunin er að Tryggvabraut 8, verslunarrýmið er alls um 2.000 fermetrar að stærð og mun fjöldi vörutegunda í nýju versluninni hlaupa á þúsundum. Húsnæði Krónunnar að Tryggvabraut er nýtt en fyrsta skóflustunga að versluninni var tekin 15. júní 2021. Meðal þess sem verður að finna í nýju versluninni er útibú veitingastaðarins RUB23 þar sem hægt verður að fá tilbúna rétti. Jafnframt mun veitingastaðakeðjan Wok On opna í versluninni og bjóða í fyrsta sinn upp á núðlurétti sína á Akureyri, auk þess sem ferskt kjöt verður skorið og pakkað á staðnum.

Verslun Krónunnar opnuð á Akureyri í dag