Fara í efni
Fréttir

Gengið rakleitt að útgöngudyrum

Sigurður Kristinsson, heimspekingur, prófessor við Háskólann á Akureyri og pistlahöfundur á Akureyri.net fjallar í fyrsta pistli ársins um  mál sem mikið hefur verið í fréttum síðustu daga; frásögn Vítalíu Lazareva af kynferðisofbeldi sem hún mátti þola af hendi nokkurra karlmanna sem eiga það sameiginlegt að vera í valda- og áhrifastöðum í þjóðfélaginu, og það sem gerst hefur í kjölfarið.

Sigurður nefnir í þessu samhengi leikna, norska sjónvarpsþætti, EXIT, sem sýndir voru á RÚV. Þar var lýst lífsháttum nokkurra auðmanna þar í landi. Hann segir því fara fjarri að frásögn Vítalíu lýsi öllu því sem þar mátti sjá en „það eitt að hugrenningatengslin vakna er óhugnanleg staðreynd,“ segir hann.

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.