Fara í efni
Fréttir

Fegurð bæja felst í fleiru en snyrtilegum görðum

Fegurð bæja felst í fleiru en snyrtilegum görðum

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju og kattareigandi, leggur orð í belg vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar að banna lausagöngu katta. 

„Gæludýr geta verið fólki mikils virði. Á mörgum heimilum eru þau hluti af fjölskyldunni. Sumar manneskjur eiga enga vini betri en seppa sinn eða kisu sína,“ segir Svavar í grein sem hann sendi Akureyri.net til birtingar í dag.

Séra Svavar segir sögu af aldraðri vinkonu sinni, Sóleyju Halldórsdóttur, sem er á myndinni ásamt kettinum Sokk. Hann lenti undir bíl og dó í haust. „Myndin af Sóley og Sokk er full af hlýju og vinaþokka. Hún minnir okkur á að fegurð bæja er fólgin í fleiru en snyrtilegum görðum,“ segir Svavar.

Smellið hér til að lesa grein séra Svavars.