Fara í efni
Fréttir

Er lögmál að stelpur í fótbolta baki og þrífi?

Yrsa Hörn Helgadóttir og foreldrar fleiri leikmanna Þórs/KA við þrif í Lundaskóla í gær.
Yrsa Hörn Helgadóttir og foreldrar fleiri leikmanna Þórs/KA við þrif í Lundaskóla í gær.

„Ég er ekki sátt og ég veit í hjarta mínu að enginn er það. Þess vegna langar mig til að við breytum þessu. Þó það kosti sársauka til að byrja með,“ segir Yrsa Hörn Helgadóttir, móðir fótboltastelpu í Þór/KA, í grein sem hún sendi Akureyri.net til birtingar. Þar fjallar hún um misjafna stöðu kynjanna – stelpurnar þurfi að taka þátt í ýmiskonar fjáröflunum en strákarnir ekki.

„Er það lögmál að þar sem stelpur/konur koma saman til að stunda áhugamál eða sinna einhverjum málum að þá endi það alltaf með bakstri og þrifum?“

Smellið hér til að lesa grein Yrsu.