Fara í efni
Fréttir

Dregið í leiknum í kvöld – viltu vera með?

Dregið í leiknum í kvöld – viltu vera með?

Tvö ár eru um þessar mundir síðan undirritaður endurvakti Akureyri.net sem frétta- og mannlífsmiðil. Af því tilefni hefur afmælisleikur verið í gangi undanfarið og í kvöld verður dregið um glæsilega vinninga.

  • Akureyri.net bregður á leik í samstarfi við tvö akureyrsk frumkvöðlafyrirtæki, Skógarböðin og Niceair.
  • Rekstur Akureyri.net er fjármagnaður með sölu auglýsinga, auk styrkja frá fyrirtækjum og einstaklingum. Margir sýna stuðning sinn þegar í verki með mánaðarlegu framlagi og stefnt er að því að fjölga í þeim hópi.
  • HÉR er hægt að skrá sig.
  • Nöfn allra sem styrkja miðilinn mánaðarlega nú þegar og þeirra sem bætast í hópinn verða í pottinum þegar dregið verður í afmælisleiknum 1. desember næstkomandi.

Þrír vinningar verða dregnir út:

  • Eitt gjafabréf fyrir tvo í Skógarböðin að verðmæti 11.980 kr.
  • Vetrarkort fyrir einn í Skógarböðin að verðmæti 75.990 kr.
  • Flug fyrir tvo með Niceair til einhvers áfangastaðar félagsins (og heim aftur!), að verðmæti u.þ.b. 150.000 til 250.000 kr. eftir áfangastað.

Öllum sem þegar leggja Akureyri.net lið eru færðar alúðarþakkir. Aðrir eru boðnir velkomnir í hópinn; vonandi sjá margir sér fært að taka þátt í því verkefni að festa enn frekar í sessi fjölbreyttan og skemmtilegan fjölmiðil sem einblínir á Akureyri og Akureyringa. Allt skiptir máli því margt smátt gerir eitt stórt.

Skapti Hallgrímsson
ritstjóri

  • SKÓGARBÖÐIN – Eitt gjafabréf fyrir tvo í Skógarböðin og vetrarkort fyrir einn.

  • NICEAIR – Flug fyrir tvo frá Akureyri til einhvers áfangastaðar Niceair. Og heim aftur, svo það fari ekki á milli mála!