Fara í efni
Fréttir

Byggðavegur breytist í bílastæðagötu

Jóni Hjaltasyni, sagnfræðingi og íbúa við Byggðaveg, líst ekki vel á að ný heilsugæslustöð rísi á vestara hluta bílastæðisins við tjaldsvæðið á Brekkunni. Hann segist hafa heyrt þau rök að bílastæðið væri svo lítið notað – sem sé reyndar fjarri sanni.

„Hvað gerist nú þegar drjúgur hluti þessa bílastæðis við Icelandair hótelið hverfur samtímis því að Akureyringar munu leita þangað sem aldrei fyrr? Að þessu sinni sér til lækninga. Jú, Byggðavegur suður af mun breytast í bílastæðagötu. Og ef til vill einnig íbúðagötur í hinu þéttbyggða (og væntanlega háreista, hvað sem líður núverandi skipulagshugmyndum) tjaldbúðahverfi sem senn rís. Hver veit?“ skrifar Jón í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Smellið hér til að lesa grein Jóns Hjaltasonar.