Fara í efni
Fréttir

Boeing 757-223 þotan – gjöf Icelandair

Flugsafnið í dag: Eldfell, Boeing 757-223 þotan sem Icelandair, komin á framtíðarheimilið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

SÖFNIN OKKAR – 93

Frá Flugsafninu á Akureyri_ _ _

Akureyri.net heldur áfram að opna dyr safnanna í bænum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Það er gert vikulega, á fimmtudögum.

 

Safngripur vikunnar er engin smásmíði: fremsti hluti Boeing 757-223 þotunnar Eldfells, sem Icelandair afhenti Flugsafni Íslands á Akureyri að gjöf fyrir nokkrum misserum, og komið var fyrir í gær við norðurgafl safnsins. Fjallað er það um það fjallar um í annarri frétt í dag, ríkulega myndskreyttri, í dag; sjá hér: „Viðbyggingin“ færð á sinn stað – MYNDIR

Á sínum tíma var ráðgert að safnið fengi þotuna Surtsey, TF-FIJ, en meira var hægt að nýta úr henni en upphaflega var reiknað með og því ákveðið að varðveita annað, heillegra eintak og færa Flugsafninu.

Skrokkur Eldfells er 3,8 metrar í þvermál og 4,4 metrar á hæð. Gripurinn á eftir að setja mikinn svip á safnið því þessi hluti skrokksins – flugstjórnarklefinn og Saga Class hluti farþegarýmisins – skagar héðan í frá út úr norðurgaflinum og innangengt verður í þotuna úr safninu.

Þotan var með skráningarstafina TF-ISK hjá Icelandair. Hún var í notkun hjá félaginu í átta ár, frá 1. júní 2013 þar til 1. maí 2021; síðasta flugið var þann dag frá Alicante á Spáni til Keflavíkur og tók 4 klukkustundir og 14 mínútur. Eldfell fór í alls 6.408 flug hjá Icelandair, í samtals 21.947 flugtíma

Vélin var í eigu American Airlines frá 10. júlí 1991, þegar hún kom ný úr verksmiðjunni, þar til Icelandair keypti hana. Frá upphafi og þar til vélinni var lagt fór hún 28.487 flug („cycles“, eins og það er kallað á flugmáli, einn „cycle“ er flugtak og lending), alls 85.921 flugtíma. Til gamans má geta þess að gróflega reiknað flaug hún sem samsvarar 134 ferðum frá jörðu til tunglsins! Þar af 34 sinnum á meðan þotan var í notkun hjá Icelandair.

  • Frétt akureyri.net 1. febrúar 2021 um ákvörðun Icelandair að gefa Flugsafninu Boeing þotu:

Innangengt úr safninu í Boeing „viðbyggingu“