Fara í efni
Fréttir

Betur fór en á horfðist í Krossanesi

Ljósmynd: Helgi Steinar Halldórsson

Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í framleiðsluvél í álþynnuverksmiðju TDK Foil í Krossanesi eftir hádegi. Vélin var alelda þegar slökkviliðið mætti á staðinn og mikill reykur í húsinu. Mikinn reyk lagði raunar út og var mjög áberandi.

Akureyri.net hefur ekki náð sambandi við slökkviliðið en á mbl.is er haft eftir Gunnari Rúnari Ólafssyni, sitjandi slökkviliðsstjóra, að um 30 hafi komið að verkefninu því allir slökkviliðsmenn á frívakt voru verið kallaðir út; allur er varinn góður því unnið er með hættuleg efni í verksmiðjunni. Slökkvistarf tók um 40 mínútur. 

„Al­elda fram­leiðslu­vél mætti slökkviliðsmönn­um þegar þeir komu á vett­vang. Ná­kvæm elds­upp­tök eru óþekkt. Mik­ill reyk­ur varð auk þess sem mikið raf­magn var á vél­inni. Þá má ekki sprauta vatni á álþinn­ur, líkt og þær sem vél­in fram­leiðir, og voru slökkvistörf því snún­ari en ella,“ segir á mbl.is.

„Hóp­ur fólks var við vinnu þegar eld­ur­inn kviknaði. Sjúkra­bíl­ar voru kallaðir út til að hlúa að fólk­inu, ým­ist vegna áfalls eða vegna reyk­eitr­un­ar. Ekki kom þó til þess að flytja þyrfti nokk­urn mann á sjúkra­hús.“

Vél­in er gjör­ónýt auk þess sem eitt­hvað af fram­leiðslu­efn­inu spillt­ist, að sögn Gunn­ars.