Fara í efni
Fréttir

Eldur í verksmiðju TDK Foil í Krossanesi

Ljósmynd: Helgi Steinar Halldórsson
Ljósmynd: Helgi Steinar Halldórsson

Eldur kviknaði í verksmiðju TDK Foil Iceland í Krossanesi eftir hádegi og lagði mikinn reyk yfir Glerárhverfi. Slökkvilið Akureyrar er að störfum og nú sést nánast enginn reykur annar en sá sem hefðbundinn er frá verksmiðjunni. 

Uppfært klukkan 14:17 - Slökkviliðið fór í stórt útkall en nú hefur frekari aðstoð verið afturkölluð. Ekki virðist mikil hætta hafa verið á ferðum.

Í upphaflega fréttinni var talað um verksmiðju Becromal eins og hún hét upphaflega en eigandinn, ítalska fyrirtækið TDK Corporation, breytti nafni dótturfélagsins fyrir nokkrum misserum í TDK Foil Iceland. Það leiðréttist hér með.