Fara í efni
Fréttir

Andlát: Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn

Andlát: Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn

Dóra Ólafsdóttir, sem var elst Íslendinga, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun, á 110. aldursári; 109 ára og 212 daga.

Þann 13. desember síðastliðinn varð Dóra 109 ára og 160 daga og náði þar með hærri aldrei en nokkur annar hér á landi, Íslandsmetið var áður 109 ár og 159 dagar.

Dóra fæddist í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru Ólafur Gunnarsson, útgerðarmaður og Anna María Vigfúsdóttir, húsfreyja.

Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari, frá Skuggabjörgum í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Þau voru gefin saman í hjónaband 15. febrúar 1943. Sonur Dóru og Þóris er Áskell blaðamaður og dóttir Dóru er Ása Drexler sem búsett er í Bandaríkjunum. Dóra lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri (síðar MA) og starfaði sem talsímavörður hjá Landsímanum á Akureyri í rúm 40 ár, frá 1936 til 1978.

Dóra og Þórir bjuggu lengst af í Norðurgötu 53 á Akureyri. Þórir lést árið 2000, á 90. aldursári, Dóra hélt áfram heimili í Norðurgötunni og sjá um sig sjálf, allt þar til hún varð 100 ára. Þá fluttist hún til Áskels sonar síns á borgarhorninu og fljótlega á Skjól.

Dóra Ólafsdóttir 109 ára í dag

Dóra er 109 ára og 160 daga