Fara í efni
Fréttir

Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt

Nöfn fjögurra gatna í nýjum hluta Holtahverfis austan Krossanesbrautar í Glerárhverfi hafa verið ákveðin: Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt. Það var ungmennaráð Akureyrar sem lagði fram þessar hugmyndir og skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt þær, að fengnu áliti nafnanefndar bæjarins.

Tveir af þremur í nafnanefnd lýstu ánægju með tillögu ungmennaráðsins en sá þriðji lagði til að í stað Þursaholts kæmi Jötunholt vegna nálægðar við örnefni á borð við Jötunvík, Jötunheima og Jötunfell. Þursaholt varð þó ofan á.

Álfaholt verður syðsta gatan í þessum nýja hluta Holtahverfis, þá Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt nyrst.