Fara í efni
Fréttir

Akureyrarvöku aflýst annað árið í röð

Mynd af Twitter reikningi Akureyrarbæjar.
Mynd af Twitter reikningi Akureyrarbæjar.

Akureyrarvöku, sem halda átti 27. til 29. ágúst hefur verið aflýst. Samkomutakmarkanir koma í veg fyrir, líka og á síðasta ári, að mögulegt sé að blása til þeirrar afmælis- og menningarhátíðar í tilefni afmælis Akureyrarbæjar. Á Twitter reikningi bæjarins kemur fram að afmælishelgina verði valdar byggingar í bænum lýstar upp með fallegum og skrautlegum hætti. Það verður nánar auglýst í næstu viku, segir þar.