Fara í efni
Fréttir

Áhugaverð könnun um Akureyrarvallarsvæðið

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyringurinn Auður Ingvarsdóttir vinnur að lokaverkefni sínu í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hún fjallar um uppbyggingu við Akureyrarvöll. Auður hefur birt skoðanakönnunun á netinu sem Akureyri.net þykir ástæða til að vekja athygli á og hvetur fólk til að taka þátt.

„Með þessari skoðanakönnun langar mig að leitast við að fá innsýn í þarfir og álit íbúa fyrir þetta dýrmæta svæði,“ segir Auður.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í KÖNNUNNINNI

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar munu nýtast mér við hönnun á svæðinu svo að auka megi aðdráttarafl og nýtingu svæðisins. Ég væri mjög þakklát ef þið gætuð svarað þessari stuttu nafnlausu könnun fyrir mig um ykkar upplifun og sýn fyrir Akureyrarvöll,“ skrifar Auður Ingvarsdóttir við könnunina.