Fara í efni
Fréttir

Áfram hlýtt eftir Íslandsmetið í júlí

Mjög vel hefur viðrað til golfleiks í sumar á Akureyri, meðal annars þegar Íslandsmótið fór fram á Jaðarsvelli 5. til 8. ágúst. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Meðalhiti fyrstu 20 daga þessa ágústmánaðar á Akureyri var 13,1 stig. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum . Hann segir meðalhitann á þessum tíma í ár, 1. til 20. ágúst, þann þriðja mesta á öldinni á Akureyri, 2 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, og 2,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.

Hjá Trausta kemur einnig fram, eins og norðanmenn vita, að mjög þurrt hefur verið á Norðurlandi í sumar. Hann upplýsir að fyrstu 20 dagana í ágúst hafi aðeins mælst 6,6 millimetrar úrkomu og einnig að sólskinsstundir nú séu talsvert fleiri en í meðalári.

Akureyri.net greindi frá því 1. ágúst að meðalhiti á Akureyri í júlí hefði 14,3° stig sem væri Íslandsmet, því meðalhiti eins mánaðar hefði aldrei farið yfir 14 stig í mælingarsögunni, að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá Bliku. 

Meðalhiti á Íslandi aldrei verið hærri en á Akureyri í júlí í ár

Hér er bloggsíða Trausta Jónssonar