Fara í efni
Fréttir

„Afmælisveisla“ í fluginu til Alicante

Leikmenn KA/Þórs í slökun á hóteli liðsins í Elche síðdegis í dag. Ljósmyndir: Elvar Jónsteinsson.
Leikmenn KA/Þórs í slökun á hóteli liðsins í Elche síðdegis í dag. Ljósmyndir: Elvar Jónsteinsson.

Það var glaðbeittur hópur sem innritaði sig á Hotel Jardin Milenio í spænsku borginni Elche í dag eftir flug með Icelandair frá Keflavík til Alicante. Örstutt rútuferð var á flugvellinum til Elche, þar sem Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs í handbolta – Stelpurnar okkar  – mæta heimastúlkum, spænsku bikarmeisturunum CB Elche í Evrópubikarkeppninni um helgina.

Góð stemning var í fluginu og „ekki skemmdi fyrir að Unnur okkar Ómarsdóttir á afmæli í dag,“ sagði Elvar Jónsteinsson, einn fararstjóranna, við Akureyri.net. Afmælissöngurinn hljómaði í flugvélinni, Unnur var kölluð upp í kallkerfi vélarinnar í tilefni dagsins og flugfreyjurnar færðu henni kampavín og súkkulaði í tilefni dagsins. „Kampavínið verður opnað við tækifæri – seinna!“ sagði Elvar.

Síðdegis tók við góð boltaiðkun, eins og fararstjórinn orðaði það, nærandi kvöldmatur og slökun.

KA/Þór og Elche mætast á laugardag og sunnudag. Akureyri.net fylgist grannt með gangi mála.

„Þetta verður alvöru reynsla fyrir liðið“

Afmælisbarn dagsins, Unnur Ómarsdóttir á æfingu í Elche í dag.

Íslands- og bikarmeistararnir bíða eftir töskunum á flugvellinum í Alicante í dag.

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, galvaskur við hótel liðsins í Elche.