Fréttir
Af hárígræðslu og ótta við gervigreind
28.01.2026 kl. 11:00
Magnús Smári Smárason og Magnús Smári Smárason. Annarri myndinni hefur verið breytt með gervigreind.
Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar við Háskólann á Akureyri, ber í nýjum pistli saman hárígræðslu í Tyrklandi og gervigreind. Sannarlega áhugaverður pistill!
Magnús segir það hálfgerða þjóðaríþrótt að fara til Tyrklands „og koma til baka með nýjan gróður“. Hann hafi vissulega hugleitt þann möguleika – þó ekki alvarlega – þar sem hann hafi þróað með sér há kollvik en hégóminn hafi stoppað sig (fyrir utan „smá skynsemi í fjármálum“).
Hann óttast sem sagt að fólk myndi taka eftir því að hann hafi farið í hárígræðslu, sem sé þó fáránleg pæling.
„Hvað kemur hopandi hárlína mín gervigreind við? Jú, þessi ótti minn byggir á nákvæmlega sama misskilningi og tröllríður nú umræðunni um gervigreind í skólum og á vinnustöðum.“
- Pistill Magnúsar: Hárkolluvikan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind