Fara í efni
Fréttir

18 einbýlishúsalóðir auglýstar í Móahverfi

Lóðirnar 18 sem Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar.

Akureyrarbær hefur á ný auglýst eftir kauptilboðum í einbýlishúsalóðir í Móahverfi. Þegar auglýst var eftir tilboðum sl. vor var um að ræða 20 lóðir en núna eru 18 eftir. Tilboðum í byggingarrétt þarf að skila inn rafrænt gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir hádegi þann 2. október nk.

Lóðirnar sem um ræðir eru við Heiðarmóa, Háamóa, Hagamóa og Hlíðarmóa. Heimilað byggingarmagn á þessum lóðum er frá 180 fermetrum upp í 300 fermetra.

Samkvæmt skipulagi hverfisins er þar gert ráð fyrir 960-1.100 íbúðum samtals og þegar er búið að úthluta lóðum fyrir um 450 íbúðir.

Í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eru upplýsingar um hvernig hægt sé að kynna sér úthlutunarskilmála, skoða yfirlitsmynd af auglýstum lóðum og deiliskipulag hverfisins, auk annarra gagna.