Verkmenntaskólinn á Akureyri
														
Verkfall í VMA, MA og Tónlistarskólanum
											
									
		20.02.2025 kl. 23:25
		
							
				
			
			
		
											 
									Verkfall kennara í framhaldsskólunum tveimur á Akureyri, MA og VMA, og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefst á miðnætti.
Kennarasamband Íslands samþykkti í dag innanhússtillögu ríkissáttasemjara, samninganefndir sveitarfélaga og ríkis höfðu frest til klukkan tíu í kvöld að samþykkja tillöguna eða hafna, en óskuðu eftir fresti til hádegis á morgun. Því er ljóst að samningar nást ekki fyrir miðnætti og boðað verkfall hefst þá.
Samþykki ríki og sveitarfélög innanhússtillöguna fyrir hádegi á morgun, föstudag, hefst kennsla á ný í skólunum á mánudag.
 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            