Þór
Þórsarar gegn Blikum í undanúrslitum
Aron Ingi Magnússon hefur skorað í öllum fjórum leikjum Þórs í riðlakeppninni til þessa. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar leika í undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu gegn Breiðabliki. Þetta varð ljóst í gærkvöldi þegar KR og Stjarnan gerðu 1:1 jafntefli. KR-ingar urðu að vinna til að geta náð Þórsurum að stigum.
Þór á einn leik eftir í riðlinum, gegn Fjölni í Boganum á morgun. Undanúrslitleikur Þórs og Breiðabliks verður næstkomandi fimmtudag, 14. mars, í Boganum og hefst kl. 16.30.