Þór
Stelpurnar í KA/Þór taka á móti toppliði Vals
18.12.2025 kl. 13:00
Leikmenn KA/Þórs fagna sigri á Stjörnunni fyrr í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson
KA/Þór fékk skell á útivelli gegn Haukum um síðustu helgi í 10. umferð Olís deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, eftir langt EM-hlé. Stelpurnar verða aftur á ferðinni í kvöld þegar þær taka á móti toppliði Vals.
- Olísdeild kvenna í handknattleik
KA-heimilið kl. 19
KA/Þór - Valur
Leikir vikunnar eru í 6. umferð mótsins og hafa KA/Þór og Valur því ekki mæst það sem af er leiktíðinni. Valur vann Stjörnuna með tíu marka mun, 32-22, í síðasta leik, en KA/Þór tapaði með 15 marka mun á útivelli fyrir Haukum, 35-20.