Þór
Mjólkurbikarinn – KA og Þór heima, Þór/KA úti
21.05.2024 kl. 12:15
Dregið hefur verið í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og karla í knattspyrnu. Akureyrarliðin þrjú voru öll í pottinum. Þór/KA fær útileik gegn FH í Kaplakrika. Karlaliðin tvö, Þór og KA, fengu heimaleiki.
Leikirnir í átta liða úrslitum kvenna:
- Breiðablik - Keflavík
- Afturelding - Þróttur
- Grindavík - Valur
- FH - Þór/KA
Leikirnir í átta liða úrslitum karla
- Víkingur R. - Fylkir
- Keflavík - Valur
- KA - Fram
- Þór - Stjarnan
Leikirnir í Mjólkurbikarkeppni kvenna fara fram 11. og 12. júní, en 12. og 13. júní hjá körlunum.
Leið liðanna í átta liða úrslitin
- Þór/KA vann Tindastól 2-1 á Dalvíkurvelli í 16 liða úrslitum.
- KA vann ÍR 2-1 heima í 32ja liða úrslitum og Vestra 3-1 heima í 16 liða úrslitum.
- Þór vann KFA 5-1 heima í 64ra liða úrslitum, Gróttu 3-0 úti í 32ja liða úrslitum og Fjölni 2-0 úti í 16 liða úrslitum.