Fara í efni
Þór

Komast stelpurnar í KA/Þór í undanúrslit?

Matea Lonac og samherjar í KA/Þór sækja Selfyssinga heim í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið KA/Þórs sækir Selfyssinga heim í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta, Powerade bikarsins. Leikurinn hefst kl. 18.30 og verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Lið Selfoss er efst í neðri deild Íslandsmótsins, Grill 66 deildinni, hefur unnið alla 13 leikina. Takist Stelpunum okkar að vinna í kvöld komast þær í undanúrslit keppninnar sem fara fram miðvikudaginn 6. mars í Laugardalshöllinni.  Úrslitaleikir í kvenna- og karlaflokki verða á sama stað laugardaginn 9. mars.

Átta liða úrslit bikarkeppni karla hefjast á sunnudaginn kemur þegar KA-menn sækja Stjörnuna heim í Garðabæ.

Þrír leikir eru í átta liða úrslitum kvenna í dag:

  • 18.30 Selfoss - KA/Þór, RÚV 2
  • 19.30 HK - ÍR
  • 20.10 Valur - Haukar, RÚV 2

Fjórði og síðasti leikurinn verður á morgun:

  • 20.00 Grótta - Stjarnan, RÚV 2