Fara í efni
Þór

Besta deildin: Þór/KA mætir Þrótti í Laugardal

Hulda Björg Hannesdóttir fagnar ógurlega ásamt Huldu Ósk Jónsdóttur og Söndru Maríu Jessen, eftir að hún skoraði í síðasta sigurleik Þórs/KA, gegn Fylki á heimavelli. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir lengst til hægri. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA sækir Þrótt heim í Laugardalinn í Reykjavík í dag í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 16.00

Þór/KA er í þriðja sæti með 21 stig að loknum 11 leikjum en Þróttur er með 10 stig, einnig eftir 11 leiki. 

Bæði liðin töpuðu í síðustu umferð; Þór/KA 1:0 heima fyrir FH og Þróttur með sömu markatölu á útivelli fyrir Val.

Leikurinn í dag er sá síðasti fyrir stutt landsleikjahlé á deildinni. Ísland leikur heima gegn Þýskalandi á föstudaginn og úti gegn Póllandi á þriðjudag eftir rúma viku.

Þór/KA vann fyrri leik liðanna á þessari leiktíð 2:1, í Boganum 2. maí. Þróttur vann hins báðar viðureignir liðanna í hefðbundnu deildarkeppninni  á síðasta ári, 2:1 heima og 4:0 á Akureyri, en Þór/KA vann aftur á móti 2:0 lokakaflanum, keppni sex efstu liða deildarinnar, á heimavelli Þróttar.