Fara í efni
Sverrir Páll

Ráðherra gefi skýrslu um framhaldsskólastigið

Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, hefur farið fram á að barna – og menntamálaráðherra gefi Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu og framtíðar uppbyggingu framhaldsskólastigsins vegna þeirrar óvissu sem nú er uppi.

Ingibjörg Isaksen

„Tilefni beiðninnar eru þær umfangsmiklu og kerfisbundnu breytingar sem nú eru til umfjöllunar, starfsumhverfi skólameistara á framhaldsskólastigi, fyrirhugaðar svæðisskrifstofur, ásamt þeim áhyggjum sem fram hafa komið í umsögnum frá skólum og hagsmunaaðilum, meðal annars varðandi fjármögnun, starfsskilyrði, stöðu fagfólks og áhrif mögulegra kerfisbreytinga á fjölbreytileika námsframboðs og þjónustu við nemendur um land allt,“ segir í bréfi Ingibjargar til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis.

„Mikilvægt er að þingið fái nú þegar skýra og heildstæða mynd af stefnu og sýn ríkisstjórnarinnar á málaflokknum. Sú óvissa sem skapast hefur að undanförnu kallar á að umræðan eigi sér stað sem allra fyrst,“ segir Ingibjörg.

Hvenær kemur flugstöðin?

Sverrir Páll skrifar
10. desember 2025 | kl. 17:00

Mendelssohn á Akureyri

Sverrir Páll skrifar
12. júní 2025 | kl. 12:45

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00