Fara í efni
Sverrir Páll

Bikarævintýri KA-manna á enda

Kyle McLagan fagnar þriðja marki Fram í kvöld, sem hann skoraði seint í fyrri hálfleiknum. KA-maðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson er að vonum svekktur. Mynd: Ármann Hinrik

Bikarmeistarar KA í knattspyrnu verða að láta verðlaunagripinn af hendi í ágúst. Það varð ljóst í kvöld þegar KA-menn töpuðu á heimavelli fyrir Frömurum, 4:2, í 16-liða úrslitum keppninnar. 

Upphafsmínúturnar voru ótrúlegar; Fram fékk víti þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar en Steinþór Már Auðunsson markmaður KA varði og Hallgrímur Mar Steingrímsson kom bikarmeisturunum svo yfir nokkrum mínútum síðar með stórglæsilegu marki. Þeir náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir, Framarar tók stjórnina og gerðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum – Róbert Hauksson skoraði í tvígang og Kyle McLagan gerði þriðja markið.

Birgir Baldvinsson minnkaði muninn fyrir KA á 63. mínútu en eftir klaufalegt sjálfsmark Hans Viktors Guðmundssonar fimm mínútum síðar varð verkefni KA-manna mjög erfitt. 

KA-menn höfðu aðeins tapað einum af síðustu 11 bikarleikjum, þeir léku til úrslita síðustu tvö ár en nú er ævintýrið á enda.

Nánar síðar

Leikskýrslan

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00