Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Sverre liggur undir feldi og íhugar framboð

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Sverre Andreas Jakobsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, íhugar alvarlega að gefa kost á sér í eitt af efstu sætum á lista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta herma heimildir Akureyri.net

Fari Sverre í framboð og nái kjöri fetar hann í fótspor föður síns, Jakobs Björnssonar, sem sat í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn fjögur kjörtímabil, frá 1990 til 2006, og var bæjarstjóri frá 1994 til 1998.

Einn Framsóknarmaður hefur lýst yfir framboði í oddvitasætið fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eins og Akureyri.net hefur áður greint frá, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, sem fetaði einnig í fótspor föðurins þegar hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Faðir hennar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1991 til 1995.

Sverre, einn silfurdrengjanna frá því á Ólympíuleikunum í Kína 2008, er þjónustustjóri fyrirtækjaviðskipta á Norður- og Austurlandi hjá Arion banka. Hann er í þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta og svo skemmtilega vill til að samstarfsmaður hans þar, Heimir Örn Árnason, gaf á dögunum kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar!

Framsóknarmenn ætla að halda opið prófkjör 12. mars þar sem kosið verður um fimm efstu sætin. Í tilkynningu frá flokknum á dögunum voru allir Akureyringar hvattir til þess að kjósa.

  • Framsóknarflokkurinn á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen skipuðu tvö efstu sætin fyrir fjórum árum, Guðmundur Baldvin hættir í bæjarstjórn í vor eftir 12 ára setu og Ingibjörg hætti í haust eftir að hún var kjörin á Alþingi. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, sem tók sæti Ingibjargar í bæjarstjórn í haust, mun ekki gefa kost á sér í eitt af efstu sætunum.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45