Fara í efni
Fréttir

Sunna Hlín sækist eftir oddvitasætinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

„Sem fulltrúi í ráðum sveitarfélagsins hefur áhugi minn á bæjarmálunum aðeins aukist, ég tel mig þekkja verkefnin og klæjar í puttana að hefjast handa við að setja saman og kynna metnaðarfulla stefnuskrá í nánu samstarfi við Framsóknarfólk á Akureyri. Það eru spennandi tímar framundan á Akureyri og bærinn í mikilli framsókn,“ segir Sunna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag.

„Ég er með master í samskipta, auglýsinga- og markaðsfræðum og hef starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: Almenn sveitastörf, blaðamennsku, almannatengsl og stundakennslu við Háskólann á Akureyri. Síðustu 14 ár hef ég kennt á viðskipta- og hagfræðibraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Á árunum 2010 til 2014 sat ég einnig í sveitarstjórn Hörgársveitar.

Sækist því hér með eftir stuðningi bæjarbúa í opnu prófkjöri þann 12. mars næstkomandi,

Sunna Hlín Jóhannesdóttir.“