Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Þotur easyJet komnar á kreik á nýjan leik

Þota easyJet á Akureyrarflugvelli í morgun. Mynd: Þórhallur Jónsson

Áætlunarflug breska félagsins easyJet á milli Akureyrar og Bretlands hófst á ný í dag eftir sumarhlé þegar þota félagsins kom frá London. Vélin lenti klukkan rúmlega níu og var farin aftur laust fyrir klukkan ellefu. Þetta er þriðji veturinn sem easyJet flýgur á milli Akureyrar og Bretlands.

Eins og síðasta vetur mun easyJet fljúga á milli Gatwick flugvallar í London og Akureyrar alla þriðjudaga og laugardaga út apríl og sömu daga á milli Akureyrar og Manchester frá því um miðjan nóvember til loka marsmánaðar.

Eftir áramót verður einnig í boði beint flug frá Akureyri til Zürich í Sviss á vegum ferðaskrifstofunnar Kontiki – á sunnudögum, í febrúar og mars – og með Voight Travel til Amsterdam í Hollandi á laugardögum frá miðjum janúar fram í miðjan mars og hluta tímans einnig á þriðjudögum.

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30