Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Mynd: Svavar Alfreð Jónsson

Séra Svavar Alfreð Jónsson skrifar reglulega pistla fyrir Akureyri.net – gjarnan í léttum dúr, enda mikill húmoristi. Að þessu sinni er pistill hans á öðrum nótum og í bundnu máli. 
_ _ _ _

Jólakvöld 

þitt hjarta saknar blessunar og birtu
og brjóst þitt fyllir sálin doðaköld
en kulnuð glóðin yl þér veitir aftur
því ástin finnur leið til þín í kvöld

þótt heimsins böli verði flest að vopni
og varmenni sig skrái á söguspjöld
mun bátur þinn á værum vogi sigla
því vonin finnur leið til þín í kvöld

við fljótsins harða straum þú nemur staðar
hin ströngu lögmál taka af þér völd
þú yfir kemst og treystir tæpu vaði
því trúin finnur leið til þín í kvöld

Svavar Alfreð Jónsson er sjúkrahúsprestur

Kirkjulegar hvalveiðar og ómetanlegt kvenfélag

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
17. nóvember 2025 | kl. 14:00

Kamarsnið á turninum eins og dómkirkjunni

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fegursta kirkjustæði hérlendis og erlendis

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
15. nóvember 2025 | kl. 14:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00