Fara í efni
Sigmundur Ernir

Gúmmískór

AKUREYRI ÆSKU MINNAR – 1

Ég fékk aldrei að ganga í gúmmískóm.

Móðir mín þvertók fyrir það, með vísifingur hægri handar á lofti. En ég hefði ekki fætur í það. Það þyrfti ekki annað en að horfa í iljarnar á mér. Ég væri með flatfót.

Og agalegra orð er vart hægt að hugsa sér úr æsku nokkurs manns. Það ætti ekki fyrir honum að liggja að ganga í gúmmískóm. Iljarnar þyrftu innlegg og aðhald, bundið yfir rist. En það var dómadagsspáin mín.

Ég myndi eilíflega verða að athlægi í hópi vina minna fyrir það eitt að að geta ekki verið skóaður að hætti tíðarandans.

Og svona er minningin.

Mig langaði alltaf að eignast gúmmískó. Og vera eins og hinir strákarnir – og vaða um í pollum án þess að hafa áhyggjur af því að ég væri að óhreinka skóna mína.

En ég þurfti að vera í strigaskóm. Með innleggi, auðvitað. Og hélt mig fjarri svaðinu af því að drullan situr í striganum, ekki gúmmíinu.

Skrýtið, svona mörgum árum seinna, að hafa lifað með höfnuninni alla ævina. Að hafa ekki fengið að vera einn af skítugu strákunum. Þessum raunverulegu, í gúmmískónum.

En standa alltaf til hliðar við þá. Lítið eitt feiminn. Og furðulegri.

Sigmundur Ernir er fæddur á Akureyri 1961. Á komandi misserum munu birtast vikulegir pistlar hans á akureyri.net um æskuárin í heimabænum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.  

  • Í NÆSTU VIKU: ÞRÍHJÓL

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Rabarbari

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. september 2025 | kl. 11:30

50 kall

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:30

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Strandir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sana

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
11. ágúst 2025 | kl. 11:30