Fara í efni
Risakýrin Edda

Föstudagsfjör um Versló – MYNDIR

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu er haldin um helgina á Akureyri eins og löng hefð er fyrir um verslunarmannahelgi, og Akureyri.net hefur fjallað ítarlega um síðustu daga. Hátíðin hófst formlega í gær og stendur til miðnættis annað kvöld; þá fara fram Sparitónleikar á Akureyrarvelli og að þeim loknum bjóða Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, upp á flugeldasýningu.

Í dag og í kvöld er margt á dagskrá, sem sjá má hér – í kvöld eru til dæmis tónleikarnir Öll í einu á Akureyrarvelli. Vert er að taka fram að tónleikarnir eru ekki liður í Einni með öllu og því er selt inn á þá. Annað stórt atriði sem ekki er liður í Einni með öllu en setur ekki síður svip á bæinn í dag er fjallahlaupið Súlur Vertical. Búast má við keppendum í mark allt frá því klukkan 12 á hádegi og fram eftir degi.

Í gær var markaðsstemning á Ráðhústorgi, tvö tívólí eru á Akureyrarvelli, og í gærkvöldi voru árlegir Óskalagatónleikar Óskars  Péturssonar, Ívars Helgasonar og Eyþórs Inga Jónssonar í Akureyrarkikju. Þá var Krakkahlaup Súlur Vertical í Kjarnaskógi, eins og nefnt var hér.

Hér er boðið til myndaveislu með ýmsum sýnishornum af stemningu gærdagsins. Smellið á myndir til að sjá þær stærri.