Fara í efni
Niceair

Vél Niceair kemur frá Köben á morgun

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Þota Niceair fór í morgun frá Akureyri til Kaupmannahafnar eins og venjulega á sunnudegi en kemur þó ekki heim á hefðbundnum tíma; hún átti að lenda síðdegis skv. áætlun og farþegar mættu á Kastrup flugvöll á tilsettum tíma en þá kom í ljós, eins og blasti við, að fluginu hafði verið seinkað um marga klukkutíma. Ekki verður farið í loftið fyrr en í kvöld og nú er gert ráð fyrir því að vélin lendi á Akureyri laust fyrir miðnætti.

UPPFÆRT klukkan 16.45 - Farþegum Niceair í Kaupmannahöfn hefur nú verið tilkynnt að ekki verði flogið heim til Akureyrar fyrr en í fyrramálið. Fólkið er á leið á hótel í Kaupmannahöfn og áætluð lending á Akureyri er kl. 11.30.