Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

Örlög Þórsara aftur í þeirra höndum

Stuðningsmenn Þórsara voru í banastuði þegar sigurinn var í höfn í dag eins og nærri má geta. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þór vann Fjölni 2:1 í dag í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar í knattspyrnu. Handritshöfundi  dagsins virðist hlýtt til Þórs því úrslit annarra leikja voru eins og af óskalista úr Þorpinu; Þór er efstur á ný þar sem Þróttur, sem var á toppnum, tapaði fyrir HK og Njarðvík, sem var í öðru sæti, beið lægri hlut fyrir nágrönnum sínum í liði Keflavíkur.

Þór er með 42 stig, Þróttur með 41 og Njarðvík 40. Svo skemmtilega vill til að Þróttur og Þór eigast við í lokaumferðinni næsta laugardag þegar ræðst hvaða lið verður efst og vinnur sér sæti í Bestu deildinni og hvaða fjögur fara í umspil um annað laust sæti. 

Njarðvíkingar leika við Grindvíkinga um næstu helgi og eru mun sigurstranglegri en óhætt er að spá mikilli taugaspennu á Þróttarvellinum!

Clement Bayiha gerði fyrra mark Þórs snemma leiks í dag, Orri Þórhallsson jafnaði í lok fyrri hálfleiks en Sigfús Fannar Gunnarsson gerði sigurmarkið dýrmæta nokkrum mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu - eftir að markvörður Fjölnis braut á Fannari Daða Malmquist.

Clement Bayiha skorar fyrra mark Þórs eftir laglegan undir Kristófers Kristjánssonar.

Vítaspyrnan – brotið og markið.

Meira síðar

Leikskýrslan

Staðan í deildinni