Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

MA vann MORFÍs, Krista ræðumaður kvöldsins

Lið MA eftir sigur á Menntaskólanum við Hamrahlíð í undanúrslitum MORFÍs í síðasta mánuði. Frá vinstri: Benjamín Þorri Bergsson, Heiðrún Hafdal, Reynir Þór Jóhannsson liðsstjóri og Krista Sól Guðjónsdóttir, sem útnefnd var besti ræðumaðurinn kvöldins.

Lið Menntaskólans á Akureyri sigraði í kvöld í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. MA lagði Flensborgarskóla að velli þegar keppt var til úrslita í Háskólabíói.

Greint var frá úrslitunum á Facebook MA eftir miðnætti. Þar kemur fram að dómarar útnefndu Kristu Sól Guðjónsdóttur úr MA ræðumann kvöldsins. 

Skólarnir þrættu um veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, MA var á móti en Flensborg með.

Ræðumenn MA voru Benjamín Þorri Bergsson, Krista Sól Guðjónsdóttir og Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir. Liðsstjóri er Reynir Þór Jóhannsson. Auk þeirra skipa Þórhallur Arnórsson og Sjöfn Hulda Jónsdóttir lið MA. Þau eru svokallaðir „liðsmenn í sal“.