Menntaskólinn á Akureyri
Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?
03.08.2025 kl. 06:00

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu nær hámarki. Hér fylgir yfirlit yfir dagskrána á hátíðinni og aðra viðburði í bænum.
DAGSKRÁIN Í DAG, SUNNUDAG
Kjarnaskógur
- 13:00 - Skógardagur Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi verður haldinn á Birkivelli.
Íþróttaálfurinn og Daníel töframaður munu skemmta gestum á Kirsuberjaflötinni.
Sveppafræðsla með Guðríði Gyðu.
Hægt verður að poppa popp yfir varðeldi og foreldrar geta gætt sér á ketilkaffi í leiðinni.
Spari Spari tónleikar á Birkivelli þar sem Birkibandið kemur fram.
Ísbúð Akureyrar mæta með ísvagn á svæðið og Nettó býður uppá ávexti handa öllum.
Ráðhústorg
- 13:00 - Markaðsstemning og matarvagnar.
Langahlíð 10 - heimatónleikar
- 16:00 - Jokka og Ívar flytja nokkur vel valin lög og fá til sín góða gesti. Gestum boðið að taka með garðstól og góða skapið.
Akureyrarvöllur
- 12:00-23:30 - Tvö tívolí á Akureyrarvelli, tvær mismunandi miðasölur.
- 19:30 - Sparitónleikar Einnar með öllu 2025.
Stútfull dagskrá með glæsilegu tónlistarfólki sem endar á glæsilegri flugeldasýningu frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri. „Kynnar kvöldsins eru drottningarnar Kata Vignis og DJ Lilja!“ segir í tilkynningu.
Fram koma: Herra Hnetusmjör, Aron Can, Friðrik Dór, Saint Pete, Kristmundur Axel, Skandall, Tinna Óðins, Rúnar Eff og Ágúst Þór.
Matarvagnar verða á svæðinu.
Sjallinn
- 23:45 - Herra Hnetusmjör, Friðrik Dór, Aron Can, Kristmundur Axel og Saint Pete!
Sparitónleikarnir eru lokapartí Einnar með öllu, en í ár verða þeir á Akureyrarvelli - ekki á Samkomuhúsflötinni eins og áður. Mynd: Hilmar Friðjónsson
Opnunartími safna í dag:
- Listasafnið á Akureyri - 10-17
- Safnasafnið - 10-17
- Minjasafnið - 11-17
- Gamli bærinn í Laufási - 11-17
- Nonnahús - 11-17
- Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi - 11-17
- Iðnaðarsafnið - 11-17
- Davíðshús - 13-17 (leiðsögn kl. 16.00)
- Smámunasafnið - 13-17
- Flóra - Menningarhús í Sigurhæðum - 9-17
- Flugsafn Íslands - 11-17
- Mótorhjólasafn Íslands - 13-17
- Ævintýragarðurinn í Oddeyrargötu 17 - 10-20
Yfirstandandi listasýningar:
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. Ath - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13 - 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.