Fara í efni
Menntaskólinn á Akureyri

Batamerki á KA en tap fyrir meisturunum

Blikinn Viktor Karl Einarsson og KA-maðurinn Kári Gautason eigast við í dag. Mynd: Ármann Hinrik

KA tapaði 1:0 fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. KA-menn eru því áfram í neðsta sætinu, eru jafnir FH-ingum með fjögur stig eftir sex leiki.

Aron Bjarnason gerði eina markið á 13. mínútu en að öðru leyti var fyrri hálfleikurinn afar tíðindalítill. Blikarnir voru miklu meira með boltann en KA-menn vörðust vel. 

Seinni hálfleikur var líflegri og bæði lið fengu tækifæri til að skora. KA-maðurinn Viðar Örn Kjartansson fékk það besta á 60. mín. Algjört dauðafæri; eftir hraða sókn sendi Guðjón Ernir Hrafnkelsson boltann af vinstri kantinum inn á miðjan vítateig, Viðar náði valdi á boltanum og skaut en Anton Ari varði vel. Skot Viðars var ekki fast, sem gerði markverðinum auðveldara fyrir en ella.

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jóan Símun Edmundsson voru settir á bekkinn eftir slaka frammistöðu gegn ÍA á Skaganum í síðustu umferð en komu inn á þegar 63 mín. voru liðnar og það hleypti meira lífi í sóknarleik KA, eins og nærri má geta. 

KA-menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna á lokakaflanum og í uppbótartíma björguðu Blikar á línu. Eftir hornspyrnu skallaði Rodri að marki en framherjinn Tobias Thomsen var á sínum stað á marklínunni og skallaði boltann frá.

Meira seinna

Leikskýrslan

Staðan í deildinni