Fara í efni
Körfuknattleikur

KA-konur leika til úrslita en karlarnir úr leik

Mynd: Þórir Ó. Tryggvason
Karlalið KA tapaði í kvöld 3:0 fyrir liði Hamars í oddaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Kvennalið KA leikur hins vegar til úrslita; KA-stelpurnar sigruðu Völsung 3:1 á Húsavík, einvígið þar með 2:0 og mæta Afturelding í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn.
 
Hamar vann fyrsta leik karlaliðanna í Hveragerði, KA sigraði síðan í KA-heimilinu og liðin mættust því í Hveragerði í kvöld. Heimamenn unnu fyrstu hrinuna 25:23, þá næstu 25:20 og þriðju hrinu 25:22.