Kirkjutröppurnar
Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju
12.12.2025 kl. 18:00
Kór Akureyrarkirkju heldur sína árlegu Jólasöngva, sunnudaginn 14. desember kl. 17 í Akureyrarkirkju. „Tónleikarnir eru orðnir fastur liður á aðventunni og tilvalið tækifæri til þess að njóta hátíðlegrar stundar í aðdraganda jóla,“ segir í tilkynningu frá kórnum.
Flutt verður falleg jólatónlist, bæði vel þekkt lög og nýrri útsetningar, sem skapar hlýlega og notalega stemningu.
Auk Kórs Akureyrarkirkju kemur fram eldri barnakór kirkjunnar en stjórnun og hljóðfæraleikur er í höndum Eyþórs Inga Jónssonar, Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Þorvaldar Arnar Davíðssonar.
Tónleikarnir eru ókeypis og öllum opnir. „Ungir sem aldnir eru hvattir til að koma og njóta kyrrðar og fegurðar aðventunnar í gegnum tónlist.“