KA
														
Skemmtilegur þáttur um Söndru Maríu
											
									
		11.07.2024 kl. 13:13
		
							
				
			
			
		
											
											Sandra María og dóttir hennar, Ella Ylví Küster, eftir leikinn við FH. Í þættinum er fylgst með þeim mæðgum daginn sem leikurinn fór fram. Mynd: Skapti Hallgrímsson
									Fylgst er með Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, í nýjasta Leikdeginum, þætti sem framleiddur er af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin á leikdegi, eins og nafnið gefur til kynna.
Sandra María hefur farið hamförum í Bestu deildinni í sumar og er langmarkahæst; hefur skorað 15 mörk í 12 leikjum en þær sem næst markahæstu hafa gert sjö mörk.
Þættirnir eru birtir á Vísi og sá sem hér um ræðir fór í loftið í gær. Smellið hér eða á myndina að neðan til að horfa á þáttinn.
