Fara í efni
KA

KA og Afturelding mætast í toppslag í dag

Paula del Olmo og samherjar í KA taka á móti Aftureldingu í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Kvennalið KA í blaki tekur á móti Aftureldingu í dag kl. 14.00 í KA-heimilinu. Um sannkallaðan toppslag er að ræða í baráttunni um deildarmeistaratitilinn því liðin eru jöfn að stigum og aðeins þrír leikir eftir.
 
Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum þar sem Afturelding hafði betur, vann 3:0 en allar hrinurnar voru jafnar og spennandi. Því má gera ráð fyrir spennuþrunginni viðureign í dag og ástæða til að hvetja fólk til að mæta og styðja við baki á KA-stelpunum.
 
Hægt er að horfa á leikinn í beinu streymi á KA-TV, slóðin er livey.events/ka-tv