Fara í efni
Héraðsskjalasafnið

Listasafnið: Berglind Mari ráðin kynningarstjóri

Mynd af Facebooksíðu Berglindar: Daníel Starrason

Berglind Mari Valdemarsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri kynningar- og markaðsmála hjá Listasafninu á Akureyri. Starfið var nýlega auglýst og sóttu 34 manns um stöðuna. 

Berglind Mari hefur sinnt starfi verkefnastjóra kynningarmála og upplýsingamiðlunar hjá Norðurorku frá árinu 2023. Þar á undan starfaði hún í fimm ár sem verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og viðburða á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þá starfaði hún í tvö ár sem safnstjóri Smámunasafns Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit. Berglind Mari er með B.A í þjóðfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, (HÍ 2010) og M.A. í hagnýtri menningarmiðlun (HÍ 2013).