Leikmenn KA/Þórs og Þórs hlaðnir verðlaunum
									Leikmenn karlaliðs Þórs og kvennaliðs KA/Þórs sópuðu að sér viðurkenningum á lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem fram fór fyrir helgina. Liðin sigruðu bæði í Grill 66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins með glæsibrag og leika því næsta vetur á ný í deild þeirra bestu, Olís deildinni.
Það voru þjálfarar og leikmenn liðanna í deildunum sem kusu.

Þórsararnir Oddur Gretarsson, besti leikmaður og besti sóknarmaður Grill 66 deildarinnar og Brynjar Hólm Grétarsson, besti varnarmaðurinn. Myndir: Skapti Hallgrímsson
Bestu leikmenn:
- Oddur Gretarsson, Þór
 - Ída Bjarklind Gunnarsdóttir, Víkingi
 
Bestu sóknarmenn:
- Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór
 - Oddur Grétarsson, Þór
 
Bestu varnarmenn:
- Anna Þyrí Halldórsdóttir, KA/Þór
 - Brynjar Hólm Grétarsson, Þór
 
Bestu markmenn:
- Matea Lonac, KA/Þór
 - Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfoss
 
Efnilegustu leikmenn:
- Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór
 - Gunnar Róbertsson, Val2
 
Bestu þjálfarar:
- Jónatan Magnússon, KA/Þór
 - Carlos Martin Santos, Selfossi
 

Verðlaunahafar úr KA/Þór. Frá vinstri: Anna Þyrí Halldórsdóttir, besti varnarmaðurinn, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, besti sóknarmaður og efnilegasti leikmaður deildarinnar, Matea Lonac, besti markmaðurinn, og Jónatan Magnússon, besti þjálfari Grill 66 deildarinnar. Myndir: Skapti Hallgrímsson