Fara í efni
Gervigreind

Semja við Verklausnir vegna smáíbúða

Í tillögu Verklausna ehf. segir meðal annars að húsið hafi látlaust en fallegt yfirbragð. Vistvæn og viðhaldsfrí virki hlýleg og lifandi. Skjáskot úr tillögu Verklausna ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt niðurstöðu dómnefndar varðandi útboð á smáíbúðum fyrir Akureyrarbæ. Niðurstaðan er að gengið verði til samninga við Verklausn ehf. um byggingu smáhúsanna. Nú þegar hefur verið samþykkt skipulagsbreyting vegna byggingar þessara húsa á reit við Grænhól, vestan Síðubrautar, þar sem afmörkuð er lóð fyrir allt að fimm hús. Í undirbúningi er að koma fyrir slíkum húsum á fleiri stöðum í bænum, við Baldursnes, sunnan við Hlíðarfjallsveg skammt ofan við Glerárbrúna og á svæðinu milli Kjarnagötu. og Naustaborga. 

Skjáskot úr tillögu Verklausna ehf., en þessi útfærsla varð hlutskörpust í útboði Akureyrarbæjar.

Í útboðinu kom fram að um væri að ræða átta færanlegar íbúðir í einbýli, um 35 fermetrar að stærð. Þá var einnig óskað eftir verði í eitt einstaklingsherbergi (anddyri, svefnaðstaða og snyrting), um 15 fermetrar að stærð. Íbúðirnar og herbergið eru ætluð fyrir einstaklinga sem eiga í fjölbreyttum vanda og var farið fram á að hort yrði sérstaklega til þeirra þátta við hönnun húsanna. 

Tilboðsfrestur rann út 11. ágúst og niðurstaðan að ganga til samninga við Verk lausn ehf. eins og áður sagði. Nánari upplýsingar um húsin sjálf, hönnun þeirra, byggingarefni og fleira má finna hér.

Eins og sjá má á þessum teikningum fyrir mögulegar afstöðumyndir við staðsetningu húsanna eru þrjú hús hugsuð við Grænhól, þrjú við Hlíðarfjallsveg og tvö við Baldursnes. Skjáskot úr tillögu Verklausna ehf.

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45