Fara í efni
Gervigreind - pistlar

Saga um vinnualka í búningi ofurhetju

AF BÓKUM – 55

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri segir lesendum Akureyri.net alla þriðjudaga frá bók eða bókum. Uppátækið vekur vonandi athygli á bókakosti safnsins, þar sem af nógu er að taka, og glæðir áhuga sem flestra á bóklestri.
 

Í dag skrifar Reynir Elías Einarsson_ _ _

Árið er 1995. Teiknimyndasögumarkaðurinn er mettaður af svokölluðum „Grim and Gritty“ sögum, sem kalla má myrkar og miskunnarlausar á íslensku. Byssurnar eru orðnar stærri en persónurnar og lausnin við glæpum er alltaf blóðug aftaka.

Þessar myrku og miskunnarlausu teiknimyndasögur voru samt ekki allar slæmar. Meistaraverk á borð við Watchmen, Sin City og Preacher sýndu að hægt var að skapa ótrúlega dýpt með þessum stíl. Vandamálið var allir þeir sem vildu stökkva á vinsældavagninn, en tóku bara ofbeldið og gleymdu innihaldinu.

Kurt Busiek hafði, á þessum tíma, nýlega slegið í gegn með bókinni Marvels, sem ég hef reyndar áður fjallað um hér, þar sem hann skoðaði Marvel-heiminn í gegnum augu venjulegs manns. Astro City var rökrétt framhald þeirrar pælingar. Hann ákveður að skapa sínar eigin ofurhetjur og sinn eigin heim frá grunni. Með Astro City bjó hann til sögur sem snerust minna um slagsmálin, og meira um mannlega þáttinn og hvernig það er fyrir venjulegt fólk að lifa með ofurhetjum, en líka hvernig það er að vera ofurhetja.

Tökum sem dæmi söguna af Samaritan, öflugustu hetju heims. Hann er svar Astro City við Superman, en í stað þess að einblína á bardaga við óþokka fáum við innsýn í daglegt líf hans. Hann er í stöðugu kapphlaupi við tímann til að ná að bjarga öllum. Aðeins í draumum sínum fær hann að njóta þess að fljúga, svífa hægt og þurfa hvergi að flýta sér. Þetta er í raun saga um vinnualka í búningi ofurhetju.

Teikningar Brent Anderson gera bækurnar að veislu fyrir augað og Alex Ross, sem myndskreytti Marvels, málaði einnig margar af forsíðumyndum Astro City. Astro City er ekki bara „90’s teiknimyndasaga“ heldur tímalaus klassík sem sýnir teiknimyndasöguformið upp á sitt allra besta. Ég mæli með Astro City fyrir unnendur góðra teiknimyndasagna, sérstaklega þá sem nenna ekki að koma sér inn í flókna söguheima þessara stóru, eins og Spider-Man eða Superman.

Hárkolluvillan: Af Tyrklandsferðum og gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
28. janúar 2026 | kl. 10:00

Ekki „gervigreind“ heldur upplýsingaverksmiðjur

Magnús Smári Smárason skrifar
12. ágúst 2025 | kl. 14:30

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30