Fara í efni
Ferðaþjónusta

Sveinn Elías ráðinn fjármálastjóri Niceair

Sveinn Elías Jónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Niceair skv. heimildum Akureyri.net. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur verið lánastjóri fyrirtækja í Íslandsbanka á Akureyri.

Sveinn Elías, sem er 35 ára, var kunnur knattspyrnumaður. Hann lék lengi með Þór og var fyrirliði liðsins árum saman en lagði skóna á hilluna haustið 2020.

Niceair er félag sem stofnað var í febrúar um millilandaflug á Akureyri og er áætlað jómfrúarflug 2. júní næstkomandi.