Fara í efni
Covid-19

Grímseyjarferjan Sæfari siglir á ný

Grímseyjarferjan við Slippinn á Akureyri, nú komin með merki Vegagerðarinnar sér um rekstur hennar. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Sæfari siglir nú aftur á milli Dalvíkur og Grímseyjar eftir að hafa verið í slipp í októbermánuði. Þessi viðhaldslota sem nú er afstaðin er sú fyrri af tveimur, en önnur styttri vinnulota er fyrirhuguð eftir áramót. Sæfari verður þá ekki dreginn á þurrt heldur unnið í ferjunni við bryggju og meðal annars settur nýr krani um borð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Ekki kemur fram nákvæmlega hvenær eftir áramót verður farið í seinni viðhaldslotuna.

Upplýsingar um ferjuna og siglingar hennar má finna á Grímseyjarsíðunni á vef Akureyrarbæjar.