Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Bjóða upp á fótbolta fyrir börn með sérþarfir

Ída Anton er ein af þeim sem sótti fyrstu æfinguna. Hér er hún í afslöppun eftir æfingu, ánægð með daginn. Mynd: Katrín Árnadóttir

Þór og KA taka höndum saman og bjóða upp á fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6-16 ára í haust, á 7 vikna námskeiði. Yfirþjálfari er knattspyrnukonan Margrét Árnadóttir hjá Þór/KA. Fyrsta æfingin var í gær, mánudaginn 11. ágúst, en æfingar eru á mánudögum kl. 15.00 á íþróttasvæði Þórs.

Mikilvægt verkefni sem verður að lifa

Katrín Árnadóttir er mamma Ídu Anton, sem er með downs heilkenni. Ída tók þátt í fyrstu fótboltaæfingunni og var hæstánægð með daginn. „Ég hef mikla trú á að Allir með verkefnið verði til þess að börn sem þurfa meiri aðstoð fái að prófa fleiri íþróttir en áður hefur staðið þeim til boða,“ segir Katrín við blaðamann Akureyri.net. „Í fyrravetur var opinn íþróttatími í boði fyrir þennan hóp og nú bætast fótboltaæfingar við. Þetta er frábær byrjun. Það er mikilvægt að þetta verði ekki bara tímabundið verkefni heldur fastur liður í lífi þessa barna. Hver veit nema að það leynist afreksíþróttamanneskja í hópnum!“

Siguróli Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA, segir að æfingarnar hafi verið allan síðasta vetur og gengið vel, og haldið verði áfram á komandi vetri. Æfingarnar eru í samstarfi við verkefnið Heilsueflandi samfélag hjá Akureyrarbæ og ÍBA.

Hér má skoða facebook síðu Allir með verkefnisins.

Hér má sjá auglýsinguna um verkefnið:  

May be an image of ‎text that says "‎ALLIR MED Ípróttafélagiò pór ס Knattspyrnufélag Akureyrar med Knattspyrnuaefingar fyrir börn meò sérparfir 6-16 ára. defingar eru hugsadar fyrir börn sem til daemis purfa meiri studning, hentar betur vera minni hópum . hafa ao pjálfurum defingum. fylgja markmidum verkefnisins ALLIR MEĐ par m.a. sem markmidin börn ipróttum ungmenni eigi möguleika pvi taka pátt samraemi vio óskir sinar videigandi adlögun. félagsskap. skulu eiga kost ödlast reynslu pátttöku iprót- úti leikni próasti öryggi og gódum Afingar hefjast 15:00-15:45 Bodiò verdur AEft verdur vikna námskeiò. Allir velkomnir ad maeta prófa. Nánari upplysingar og fyrirspurnum svara ibróttafulltrúar linda@thorsport.is siguroli@ka.is Margrét Árnadóttir. Yfirpjálfari‎"‎