Fara í efni
Umræðan

Þórsarar upp í efstu deild á ný!

Arnór Þorri Þorsteinsson fyrirliði Þórs hefur deildarbikarinn á loft í Höllinni í kvöld. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar leika í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta á nýjan leik næsta vetur. Þeir sigruðu ungmennalið HK (HK2) af miklu öryggi á heimavelli í dag, 37:29, og tryggðu sér þar með efsta sæti Grill66 deildarinnar. Staðan í hálfleik var 17:12.

Sigur Þórs var mjög öruggur, eins og reiknað var með, en leikurinn var engu að síður skemmtilegur og stemningin í Höllinni frábær enda fjölmargir mættir til þess að styðja sína menn – og fagna sigri í deildinni og sæti í Olísdeildinni næsta vetur.

Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 10, Hafþór Már Vignisson 8, Þórður Tandri Ágústsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 4, Bjartur Már Guðmundsson 2, Garðar Már Jónsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15.

Öll tölfræðin

Nánar síðar

Oddur Gretarsson og Halldór Kristinn Harðarson.

Þjálfararnir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason. 

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45