Fara í efni
Umræðan

Arnar í 5 leikja bann, KA sektað um 100 þúsund

Egill Arnar Sigurþórsson dómari rekur Arnar Grétarsson, þjálfar KA, af vettvangi í leiknum gegn KR. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Arnar Grétarsson, þjálfari knattspyrnuliðs KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann eftir brottvísun í leiknum gegn KR á Akureyri á dögunum. Þá er KA sektað um 100 þúsund krónur „vegna brottvísunar og atvika eftir leik,“ eins og það er orðað hjá aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands í dag.

Þetta var í annað skipti í sumar sem dómari sýndi Arnari rauða spjaldið og þar af leiðandi fékk hann sjálfkrafa tveggja leikja bann. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja leikja bann að auki vegna hegðunar og framkomu eftir leik. Arnar gagnrýndi fjórða dómara leiksins harðlega þegar hann fékk að líta rauða spjaldið og í viðtölum eftir leik.

Leikbann Arnars gildir einungis á Íslandsmótinu þannig að hann má stýra KA-liðinu í bikarleiknum gegn Ægi úr Þorlákshöfn á morgun, öfugt við það sem sagði upphaflega í fréttinni.

Arnar hefur þegar tekið út einn leik í banni, gegn FH í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hann missir einnig af þessum leikjum í Bestu deildinni:

  • Stjarnan - KA sunnudag 21. ágúst
  • KA - Víkingur sunnudag 28. ágúst
  • Fram - KA sunnudag 4. september
  • KA - Breiðablik sunnudag 11. september 

Þegar Arnar má stjórna sínum mönnum á ný verður einn leikur eftir í deildinni, gegn Val á útivelli. Að því loknu tekur við fimm leikja úrslitakeppni.

Smelltu hér til að lesa um leik KA og KR

Stærra mál en Icesave og þriðji orkupakkinn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. október 2024 | kl. 06:00

Heil­brigðis­stofnun Norður­lands 10 ára í dag

Jón Helgi Björnsson skrifar
01. október 2024 | kl. 12:20

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
28. september 2024 | kl. 12:00

Hvað segir það um málstaðinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
28. september 2024 | kl. 06:00

Fást engin svör

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. september 2024 | kl. 11:15

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason skrifar
20. september 2024 | kl. 09:40